Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:14 Ferðamaður á ferð við Kerið. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira