Útlit fyrir enn eitt metið í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 19:00 Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira