Porsche færist nær þátttöku í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 10:10 Frá Formula E keppni. Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent