Bandarískir bankastjórar fá þrefalt meira borgað en aðrir Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 17:30 Bankastjórar utan Bandaríkjanna eru ekki einu sinni hálfdrættingar starfsbræðra sinna þar. Vísir/EPA Bankastjórar í Bandaríkjunum hafa fengið þrefalt meira borgað en starfsfbræður þeirra í öðrum löndum að meðaltali síðustu þrettán árin. Úttekt á launum bankastjóra í nokkrum löndum leiðir í ljós að launin í Bandaríkjunum eru óbreytt frá því að efnahagshrunið dundið yfir árið 2008. Ráðgjafafyrirtækið Bernstein kannaði laun bankastjóra tuttugu og fimm banka í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu frá árinu 2004. Niðurstaðan var að laun Bandaríkjamannanna hafa verið hærri allt tímabilið, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Bandarísku bankastjórarnir fengu að meðaltali tuttugu milljónir dollara á ári fyrir hrunið 2008. Meðallaunin hafa verið þau sömu undanfarin þrjú ár samkvæmt úttektinni. Launin hafa því haldist há þrátt fyrir lög og reglur sem settar voru í kjölfar hrunsins og takmörkuðu hversu mikinn arð bankastjórarnir gætu tekið út úr hlutabréfaeign sinni borið saman við góðærðið fyrir hrun. Þrátt fyrir að launamunur bandarískra bankastjóra og erlendra starfsbræða þeirra hafi verið rúmlega þrefaldur í fyrra og hafi ekki verið meiri frá árinu 2006 þá bliknar hann í samanburði fyrir muninn sem var við lýði á fyrsta áratugi þessarar aldar. Þá voru bandarískir bankastjórar með tæplega sjöföld laun á við alþjóðlega kollega. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bankastjórar í Bandaríkjunum hafa fengið þrefalt meira borgað en starfsfbræður þeirra í öðrum löndum að meðaltali síðustu þrettán árin. Úttekt á launum bankastjóra í nokkrum löndum leiðir í ljós að launin í Bandaríkjunum eru óbreytt frá því að efnahagshrunið dundið yfir árið 2008. Ráðgjafafyrirtækið Bernstein kannaði laun bankastjóra tuttugu og fimm banka í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu frá árinu 2004. Niðurstaðan var að laun Bandaríkjamannanna hafa verið hærri allt tímabilið, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Bandarísku bankastjórarnir fengu að meðaltali tuttugu milljónir dollara á ári fyrir hrunið 2008. Meðallaunin hafa verið þau sömu undanfarin þrjú ár samkvæmt úttektinni. Launin hafa því haldist há þrátt fyrir lög og reglur sem settar voru í kjölfar hrunsins og takmörkuðu hversu mikinn arð bankastjórarnir gætu tekið út úr hlutabréfaeign sinni borið saman við góðærðið fyrir hrun. Þrátt fyrir að launamunur bandarískra bankastjóra og erlendra starfsbræða þeirra hafi verið rúmlega þrefaldur í fyrra og hafi ekki verið meiri frá árinu 2006 þá bliknar hann í samanburði fyrir muninn sem var við lýði á fyrsta áratugi þessarar aldar. Þá voru bandarískir bankastjórar með tæplega sjöföld laun á við alþjóðlega kollega.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira