Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 07:38 Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, utanríkisráðherra Katar, ávarpar ráðstefnugesti í Washington D.C. í lok síðasta mánaðar. Vísir/afp Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27