Sumarblað Veiðimannsins er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2017 14:15 Sumarblað Veiðimannsins er komið út Mynd: SVFR Sumarblað Veiðimannsins er komið út og hefur aldrei verið stærra. Fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda en framundan eru spennandi tímar í stangveiðinni þegar íslenska sumarið skartar sínu fegursta og margir eiga stefnumót við sína uppáhalds veiðistaði. Veiðistaðalýsing á Úlfarsá-Korpu er í blaðinu en áin er nýr kostur innan raða SVFR. Um er að ræða fallega og gjöfula laxveiðiá innan borgarmarkanna þar sem kaupa má veiðileyfi á hagstæðu verði. Í ánni veiðist einnig sjóbirtingur þegar líða tekur á sumarið. Í blaði nr. 204 er sagt frá fornfrægri silungaflugu sem er nú flestum gleymd, en flugan var svo skæð að hún var víða bönnuð. Veiðimaðurinn veltir fyrir sér mismunandi vindáttum og áhrifum þess á veiði hvaðan vindurinn blæs en veiðimenn afþakka vestanátt sumarið 2017! Í blaðinu eru góð ráð fyrir þá sem vilja ná tökum á því að veiða silung með púpum og við skoðum sérhnýttar Laxárpúpur sem urriðinn fyrir norðan er sólginn í. Viktor Örn matreiðslumeistari og Bocuse d’Or verðlaunahafi 2017 gefur lesendum uppskrift að ferskum villtum sumarlaxi en það jafnast fátt á við að elda frábæra villibráð að aflokinni veiðiferð. Viktor rekur veiðihús SVFR við Hítará, Haukadalsá og Langá og í blaðinu rýnum við í göngur síðustu tveggja sumra í Langá. Það kemur á óvart klukkan hvað laxinn gengur í ána. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til áskrifenda og félagsmanna SVFR en fyrstu eintök blaðsins má nálgast í betri veiðivöruverslunum. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði
Sumarblað Veiðimannsins er komið út og hefur aldrei verið stærra. Fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda en framundan eru spennandi tímar í stangveiðinni þegar íslenska sumarið skartar sínu fegursta og margir eiga stefnumót við sína uppáhalds veiðistaði. Veiðistaðalýsing á Úlfarsá-Korpu er í blaðinu en áin er nýr kostur innan raða SVFR. Um er að ræða fallega og gjöfula laxveiðiá innan borgarmarkanna þar sem kaupa má veiðileyfi á hagstæðu verði. Í ánni veiðist einnig sjóbirtingur þegar líða tekur á sumarið. Í blaði nr. 204 er sagt frá fornfrægri silungaflugu sem er nú flestum gleymd, en flugan var svo skæð að hún var víða bönnuð. Veiðimaðurinn veltir fyrir sér mismunandi vindáttum og áhrifum þess á veiði hvaðan vindurinn blæs en veiðimenn afþakka vestanátt sumarið 2017! Í blaðinu eru góð ráð fyrir þá sem vilja ná tökum á því að veiða silung með púpum og við skoðum sérhnýttar Laxárpúpur sem urriðinn fyrir norðan er sólginn í. Viktor Örn matreiðslumeistari og Bocuse d’Or verðlaunahafi 2017 gefur lesendum uppskrift að ferskum villtum sumarlaxi en það jafnast fátt á við að elda frábæra villibráð að aflokinni veiðiferð. Viktor rekur veiðihús SVFR við Hítará, Haukadalsá og Langá og í blaðinu rýnum við í göngur síðustu tveggja sumra í Langá. Það kemur á óvart klukkan hvað laxinn gengur í ána. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til áskrifenda og félagsmanna SVFR en fyrstu eintök blaðsins má nálgast í betri veiðivöruverslunum.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði