R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2017 19:29 R Kelly er gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna. Vísir/getty Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Jim DeRogatis hjá BuzzFeedNews hefur rannsakað þetta mál um langa hríð og fylgt málinu eftir. Fréttaveitan greindi fyrst frá þessu. Fyrrum vinkonur söngvarans lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Ein kvennanna, Cheryl Mack, lýsir aðstæðum fyrir DeRogatis: „Þú þarft að biðja um að fá mat. Þú þarft að biðja um leyfi til að fá að nota klósettið.“ Hún segir R. Kelly hafa einstakt lag á að stjórna hugsunum og vilja fólks. „Hann er strengjabrúðumeistari,“ segir Mack. Hún segir að Kelly virðist ljúfasta manneskja í heimi en í raun sé hann djöfullinn. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kallar sambýliskonur sínar börnin sín og heimtar að þær kalli sig pabba.Vísir/Getty Heimtar að vera kallaður „pabbi“ Kelly er gefið að sök að hafa gert farsíma kvennanna upptæka og krafist þess að þær kalli sig „pabba.“ Hann er sagður tala um konurnar sem börnin sín. Konurnar hafi þá þurft að biðja um leyfi til að yfirgefa herbergi sín í híbýlum Kellys í Chicago og Atlanta. Ein þeirra sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Kelly er Kitti Jones sem segir hann hafa lamið sig. Jones segir að Kelly hafi, í afbrýðisemiskasti, hent henni upp að tré og haldið henni þar gegn vilja sínum fyrir að hafa verið of vingjarnleg við starfsmann skyndibitastaðarins Subway. Móðir konunnar segir dóttur sína vera fanga Móðir ungrar konu sem dvelur enn hjá Kelly sagði DeRogatis hjá Buzzfeed frá því þegar hún síðast sá dóttur sína. Það var í árslok 2016. „Það var sem hún væri heilaþvegin. Hún leit út eins og fangi – þetta var algjörlega hræðilegt. Ég faðmaði hana að mér og huggaði en hún sagði mér í sífellu að hún sé ástfangin og að Kelly væri sá eini sem þætti vænt um sig.“ Eftir að hafa farið í fáeinar „góðlátlegar“ heimsóknir að heimili söngvarans segist lögreglan í Illinois og Georgíufylki ekki hafa fundið neitt saknæmt í fyrirkomulagi heimilanna. Ein þeirra sem býr hjá söngvaranum sagði lögreglunni að það væri í fínu lagi með sig og gerði lítið úr áhyggjum foreldra sinna. Umrædd stúlka sækist eftir því að verða söngkona og leitaði þess vegna til Kelly. Lokuð inni í rútu í þrjá sólarhringa en Kelly neitar allri sök Asante McGee segir að ein táningsstelpnanna væri yfir sig ástfangin af Kelly þrátt fyrir að hann beitti hana harðræði. Á tónleikaferðalagi söngvarans er honum gefið að sök að hafa lokað hana inni í rútunni í þrjá sólarhringa fyrir að hafa ekki „lært heima“ og er það þess vegna sem hann hafi orðið að refsa henni og bannað henni að stíga út úr rútunni. Athygli vekur að unga stúlkan var nýútskrifuð úr náminu sínu og þurfti þess vegna ekki að læra heima. Kelly vísar þessum ásökunum á bug og talar um sjálfan sig í þriðju persónu þegar hann bregst við frásögnum kvennanna: „Mér er spurn hvers vegna fólk þrjóskast við í ófrægingarherferð í garð listamanns sem elskar aðdáendur sína, vinnur allan sólarhringinn og sér um fólkið í lífi sínu.“ R. Kelly neitar sök.Vísir/Getty Ásakanir um kynferðisofbeldi lengi loðað við söngvarann Þrátt fyrir að Kelly hafi aldrei verið sakfelldur fyrir kynferðislegt ofbeldi hafa nokkrar konur, yfir margra ára skeið, stigið fram og sakað hann um að hafa brotið á sér. Honum hefur auk þess verið gefið að sök að hafa tekið upp myndband af sér að stunda kynmök með stúlkum undir lögaldri. Kelly, sem varð fimmtugur í janúar, er R&B tónlistarmaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann hefur hlotið Grammy verðlaunin, Bandarísku tónlistarverðlaunin, BETverðlaunin og Billboard tónlistarverðlaunin svo fátt eitt sé nefnt. Hann er hvað þekktastur fyrir lögin Ignition og I Believe I Can Fly. DeRogatis, blaðamaður BuzzFeed lýkur greininni um Kelly með því að tala um tónlistariðnað sem sé alræmdur fyrir ýmiss konar misbeitingu á valdi. Margar stjörnur noti yfirburði sína og aðstöðumun til að komast yfir ungar stelpur sem leiti til stjarnanna á faglegum forsendum. Bandaríkin Mál R. Kelly Hollywood Tengdar fréttir R Kelly sýknaður í barnaklámsmáli Kviðdómur í Chicago sýknaði í dag söngvarann R Kelly af ákærum um að hafa framleitt barnaklám. 13. júní 2008 21:30 R. Kelly gekk út úr viðtali þegar talið barst að ákærum um kynferðisbrot Tónlistarmaðurinn R. Kelly gekk út úr viðtalið við Huffington Post í gær þegar fréttamaðurinn Caroline Modarressy-Tehrani fór að spyrja hann út í hvort kærur um meint kynferðisafbrot söngvarans hefðu haft áhrif á plötusölu. 22. desember 2015 09:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Jim DeRogatis hjá BuzzFeedNews hefur rannsakað þetta mál um langa hríð og fylgt málinu eftir. Fréttaveitan greindi fyrst frá þessu. Fyrrum vinkonur söngvarans lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa. Ein kvennanna, Cheryl Mack, lýsir aðstæðum fyrir DeRogatis: „Þú þarft að biðja um að fá mat. Þú þarft að biðja um leyfi til að fá að nota klósettið.“ Hún segir R. Kelly hafa einstakt lag á að stjórna hugsunum og vilja fólks. „Hann er strengjabrúðumeistari,“ segir Mack. Hún segir að Kelly virðist ljúfasta manneskja í heimi en í raun sé hann djöfullinn. Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið. Kallar sambýliskonur sínar börnin sín og heimtar að þær kalli sig pabba.Vísir/Getty Heimtar að vera kallaður „pabbi“ Kelly er gefið að sök að hafa gert farsíma kvennanna upptæka og krafist þess að þær kalli sig „pabba.“ Hann er sagður tala um konurnar sem börnin sín. Konurnar hafi þá þurft að biðja um leyfi til að yfirgefa herbergi sín í híbýlum Kellys í Chicago og Atlanta. Ein þeirra sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Kelly er Kitti Jones sem segir hann hafa lamið sig. Jones segir að Kelly hafi, í afbrýðisemiskasti, hent henni upp að tré og haldið henni þar gegn vilja sínum fyrir að hafa verið of vingjarnleg við starfsmann skyndibitastaðarins Subway. Móðir konunnar segir dóttur sína vera fanga Móðir ungrar konu sem dvelur enn hjá Kelly sagði DeRogatis hjá Buzzfeed frá því þegar hún síðast sá dóttur sína. Það var í árslok 2016. „Það var sem hún væri heilaþvegin. Hún leit út eins og fangi – þetta var algjörlega hræðilegt. Ég faðmaði hana að mér og huggaði en hún sagði mér í sífellu að hún sé ástfangin og að Kelly væri sá eini sem þætti vænt um sig.“ Eftir að hafa farið í fáeinar „góðlátlegar“ heimsóknir að heimili söngvarans segist lögreglan í Illinois og Georgíufylki ekki hafa fundið neitt saknæmt í fyrirkomulagi heimilanna. Ein þeirra sem býr hjá söngvaranum sagði lögreglunni að það væri í fínu lagi með sig og gerði lítið úr áhyggjum foreldra sinna. Umrædd stúlka sækist eftir því að verða söngkona og leitaði þess vegna til Kelly. Lokuð inni í rútu í þrjá sólarhringa en Kelly neitar allri sök Asante McGee segir að ein táningsstelpnanna væri yfir sig ástfangin af Kelly þrátt fyrir að hann beitti hana harðræði. Á tónleikaferðalagi söngvarans er honum gefið að sök að hafa lokað hana inni í rútunni í þrjá sólarhringa fyrir að hafa ekki „lært heima“ og er það þess vegna sem hann hafi orðið að refsa henni og bannað henni að stíga út úr rútunni. Athygli vekur að unga stúlkan var nýútskrifuð úr náminu sínu og þurfti þess vegna ekki að læra heima. Kelly vísar þessum ásökunum á bug og talar um sjálfan sig í þriðju persónu þegar hann bregst við frásögnum kvennanna: „Mér er spurn hvers vegna fólk þrjóskast við í ófrægingarherferð í garð listamanns sem elskar aðdáendur sína, vinnur allan sólarhringinn og sér um fólkið í lífi sínu.“ R. Kelly neitar sök.Vísir/Getty Ásakanir um kynferðisofbeldi lengi loðað við söngvarann Þrátt fyrir að Kelly hafi aldrei verið sakfelldur fyrir kynferðislegt ofbeldi hafa nokkrar konur, yfir margra ára skeið, stigið fram og sakað hann um að hafa brotið á sér. Honum hefur auk þess verið gefið að sök að hafa tekið upp myndband af sér að stunda kynmök með stúlkum undir lögaldri. Kelly, sem varð fimmtugur í janúar, er R&B tónlistarmaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann hefur hlotið Grammy verðlaunin, Bandarísku tónlistarverðlaunin, BETverðlaunin og Billboard tónlistarverðlaunin svo fátt eitt sé nefnt. Hann er hvað þekktastur fyrir lögin Ignition og I Believe I Can Fly. DeRogatis, blaðamaður BuzzFeed lýkur greininni um Kelly með því að tala um tónlistariðnað sem sé alræmdur fyrir ýmiss konar misbeitingu á valdi. Margar stjörnur noti yfirburði sína og aðstöðumun til að komast yfir ungar stelpur sem leiti til stjarnanna á faglegum forsendum.
Bandaríkin Mál R. Kelly Hollywood Tengdar fréttir R Kelly sýknaður í barnaklámsmáli Kviðdómur í Chicago sýknaði í dag söngvarann R Kelly af ákærum um að hafa framleitt barnaklám. 13. júní 2008 21:30 R. Kelly gekk út úr viðtali þegar talið barst að ákærum um kynferðisbrot Tónlistarmaðurinn R. Kelly gekk út úr viðtalið við Huffington Post í gær þegar fréttamaðurinn Caroline Modarressy-Tehrani fór að spyrja hann út í hvort kærur um meint kynferðisafbrot söngvarans hefðu haft áhrif á plötusölu. 22. desember 2015 09:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
R Kelly sýknaður í barnaklámsmáli Kviðdómur í Chicago sýknaði í dag söngvarann R Kelly af ákærum um að hafa framleitt barnaklám. 13. júní 2008 21:30
R. Kelly gekk út úr viðtali þegar talið barst að ákærum um kynferðisbrot Tónlistarmaðurinn R. Kelly gekk út úr viðtalið við Huffington Post í gær þegar fréttamaðurinn Caroline Modarressy-Tehrani fór að spyrja hann út í hvort kærur um meint kynferðisafbrot söngvarans hefðu haft áhrif á plötusölu. 22. desember 2015 09:48