Stöðugri ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar en landsbyggðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 08:39 Ferðamannastraumurinn til Mývatns dregst töluvert saman á veturna en helst stöðugri á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira