Haukur Páll: Hann tók náttúrulega aldrei boltann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:08 Haukur Páll í leiknum í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00