Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 19:30 Ráðast þarf í ýmsar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu en einnig víðar um landið. Vísir/Ernir Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. Hann reiknar með að tillögur starfshóps um einkaframkvæmd og veggjöld á nokkrum stöðum liggi fyrir ekki síðar en í haust og hægt verði að ráðast í hluta framkvæmdanna strax á næsta ári. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur sagt að ef ríkissjóður einn ætti að standa undir öllum þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru í vegamálum gæti tekið áratugi að ljúka þeim.Jón, hvar standa þau mál, þú hefur verið með hugmyndir um að setja hluta af þessu í einkaframkvæmd? „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ segir Jón. Unnið hafi verið að því frá því í vetur að kortleggja fjárfrekar framkvæmdir eins og tvöföldun vega inn og út af höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður og tillögur ættu að liggja fyrir í lok sumars eða strax í haust og þá ætti huti stórframkvæmdanna að geta hafist á næsta ári. „Sumt af þeim verkefnum sem hér eru undir eru tilbúin til að fara í framkvæmdir. Það er búið að hanna og vinna mikla undirbúningsvinnu. Þannig að það blasir alveg við að ef samstaða næst um að fara þessa leið myndum við reyna að hefja framkvæmdir samkvæmt því að einhverju leyti strax á næsta ári,“ segir samgönguráðherra.Hundrað milljarða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Einkaframkvæmd þýðir að teknir yrðu upp vegtollar á þessum nýju samgöngumannvirkjum og þar er af nógu að taka. Ef fyrsti hluti Sundabrautar er talinn með segir Jón kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir vera um 100 milljarða en til samanburðar fari tíu milljarðar til nýframkvæmda í vegakerfinu á þessu ári. „Þá eru ótalin fjölmörg verkefni víða um land. Má nefna þar fyrir vestan Dýrafjarðargöng og Teigskóg sem eru verkefni fyrir á annan tug milljarða. Svo er það Dettifossvegur, Berufjarðarbotn, Hornafjarðarfljót, Skógarstrandarvegur og svo framvegis. Þetta hleypur á svo stórum upphæðum,“ segir Jón. Staðan sé sérstaklega hrópandi slæm á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mikil uppbygging eigi sér stað í atvinnulífi en vegir hafi setið á hakanum. „Og það verður ekki búið við þetta mikið lengur eins og staðan er þar,“ segir Jón. „En síðan horfum við á þetta út frá umferðaröryggismálum. Þá horfum við á þessa kafla í kring um höfuðborgarsvæðið sem eru slysamestu vegakaflarnir í vegakerfi okkar. Þannig að þjóðhagslegi ávinningurinn af því að fara þar í alvöru framkvæmdir er mjög brýnn. Þar ber að nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, að klára það. Tvöföldun upp á Kjalarnesi og upp að göngum og síðan auðvitað á milli Hveragerðis og Selfoss. Þá þarf að fara að huga mjög fljótlega að nýrri brú yfir Ölfusá. Sú gamla þolir einfaldlega ekki þá umferð sem um hana fer orðið. Sérstaklega ekki þungaumferðina,“ segir Jón Gunnarsson. Samgöngur Teigsskógur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. Hann reiknar með að tillögur starfshóps um einkaframkvæmd og veggjöld á nokkrum stöðum liggi fyrir ekki síðar en í haust og hægt verði að ráðast í hluta framkvæmdanna strax á næsta ári. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur sagt að ef ríkissjóður einn ætti að standa undir öllum þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru í vegamálum gæti tekið áratugi að ljúka þeim.Jón, hvar standa þau mál, þú hefur verið með hugmyndir um að setja hluta af þessu í einkaframkvæmd? „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ segir Jón. Unnið hafi verið að því frá því í vetur að kortleggja fjárfrekar framkvæmdir eins og tvöföldun vega inn og út af höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður og tillögur ættu að liggja fyrir í lok sumars eða strax í haust og þá ætti huti stórframkvæmdanna að geta hafist á næsta ári. „Sumt af þeim verkefnum sem hér eru undir eru tilbúin til að fara í framkvæmdir. Það er búið að hanna og vinna mikla undirbúningsvinnu. Þannig að það blasir alveg við að ef samstaða næst um að fara þessa leið myndum við reyna að hefja framkvæmdir samkvæmt því að einhverju leyti strax á næsta ári,“ segir samgönguráðherra.Hundrað milljarða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Einkaframkvæmd þýðir að teknir yrðu upp vegtollar á þessum nýju samgöngumannvirkjum og þar er af nógu að taka. Ef fyrsti hluti Sundabrautar er talinn með segir Jón kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir vera um 100 milljarða en til samanburðar fari tíu milljarðar til nýframkvæmda í vegakerfinu á þessu ári. „Þá eru ótalin fjölmörg verkefni víða um land. Má nefna þar fyrir vestan Dýrafjarðargöng og Teigskóg sem eru verkefni fyrir á annan tug milljarða. Svo er það Dettifossvegur, Berufjarðarbotn, Hornafjarðarfljót, Skógarstrandarvegur og svo framvegis. Þetta hleypur á svo stórum upphæðum,“ segir Jón. Staðan sé sérstaklega hrópandi slæm á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mikil uppbygging eigi sér stað í atvinnulífi en vegir hafi setið á hakanum. „Og það verður ekki búið við þetta mikið lengur eins og staðan er þar,“ segir Jón. „En síðan horfum við á þetta út frá umferðaröryggismálum. Þá horfum við á þessa kafla í kring um höfuðborgarsvæðið sem eru slysamestu vegakaflarnir í vegakerfi okkar. Þannig að þjóðhagslegi ávinningurinn af því að fara þar í alvöru framkvæmdir er mjög brýnn. Þar ber að nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, að klára það. Tvöföldun upp á Kjalarnesi og upp að göngum og síðan auðvitað á milli Hveragerðis og Selfoss. Þá þarf að fara að huga mjög fljótlega að nýrri brú yfir Ölfusá. Sú gamla þolir einfaldlega ekki þá umferð sem um hana fer orðið. Sérstaklega ekki þungaumferðina,“ segir Jón Gunnarsson.
Samgöngur Teigsskógur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira