Út úr kú Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Hægt væri að ná meiri og hraðari árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á jörðinni ef mannfólkið væri tilbúið að breyta neyslumynstri sínu þegar matvæli eru annars vegar sem myndi síðan leiða til breytinga á landbúnaði. Búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun, eins og kemur fram í hinni sláandi heimildarmynd Cowspiracy: The Sustainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hér er um að ræða öll vélknúin ökutæki, loftför og sjóför sem eru í notkun á jörðinni. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. Það er dálítið merkilegt að þegar öll áherslan í baráttunni gegn loftslagsbreytingum virðist vera á endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslu og notkun á öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, þegar samgöngur eru annars vegar, þá er stærsta vandamálið fyrir framan nefið á okkur í matnum sem við borðum. Metan er mjög öflug gróðurhúsalofttegund og talið er að metan hafi 86 sinnum meiri áhrif á loftslagsbreytingar á 20 ára tímabili en koltvísýringur. Metanlosun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum villtum tegundum vegna fóðurs. Talið er að það séu 1,5 milljarðar nautgripa á jörðinni en hver og einn losar um 100-500 lítra af metan á sólarhring. Eyðileggingarmáttur metans er 25-100 sinnum meiri en koltvísýrings á 20 ára tímabili. Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Þetta er skuggalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði eru miklu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en bensínknúin ökutæki. Fólk gæti þannig haft miklu meiri jákvæð áhrif á baráttuna gegn loftslagsbreytingum með því að sleppa því að borða hamborgara og sniðganga mjólkurvörur en að keyra Nissan Leaf. Það getur verið mjög erfitt fyrir fólk að breyta neysluvenjum sínum. Sérstaklega ef þær eiga sér margra áratuga sögu. Hér skal heldur ekki fullyrt að fólk eigi að hætta að borða kjöt. Það er auðvitað val hvers og eins. Það er þægilegt að réttlæta kjötneyslu með vísan til þess að kjöt er gott og lífið er stutt. Er eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir góðan hamborgara? Það er samt ágætt að vita hvar vandamálið liggur þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Það er mikilvægt að skilja afleiðingar eigin neyslu og orsakasambandið á milli landbúnaðar og loftslagsbreytinga. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr Cowspiracy: The Sustainability Secret. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun
Hægt væri að ná meiri og hraðari árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á jörðinni ef mannfólkið væri tilbúið að breyta neyslumynstri sínu þegar matvæli eru annars vegar sem myndi síðan leiða til breytinga á landbúnaði. Búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun, eins og kemur fram í hinni sláandi heimildarmynd Cowspiracy: The Sustainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hér er um að ræða öll vélknúin ökutæki, loftför og sjóför sem eru í notkun á jörðinni. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. Það er dálítið merkilegt að þegar öll áherslan í baráttunni gegn loftslagsbreytingum virðist vera á endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslu og notkun á öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, þegar samgöngur eru annars vegar, þá er stærsta vandamálið fyrir framan nefið á okkur í matnum sem við borðum. Metan er mjög öflug gróðurhúsalofttegund og talið er að metan hafi 86 sinnum meiri áhrif á loftslagsbreytingar á 20 ára tímabili en koltvísýringur. Metanlosun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum villtum tegundum vegna fóðurs. Talið er að það séu 1,5 milljarðar nautgripa á jörðinni en hver og einn losar um 100-500 lítra af metan á sólarhring. Eyðileggingarmáttur metans er 25-100 sinnum meiri en koltvísýrings á 20 ára tímabili. Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Þetta er skuggalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði eru miklu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en bensínknúin ökutæki. Fólk gæti þannig haft miklu meiri jákvæð áhrif á baráttuna gegn loftslagsbreytingum með því að sleppa því að borða hamborgara og sniðganga mjólkurvörur en að keyra Nissan Leaf. Það getur verið mjög erfitt fyrir fólk að breyta neysluvenjum sínum. Sérstaklega ef þær eiga sér margra áratuga sögu. Hér skal heldur ekki fullyrt að fólk eigi að hætta að borða kjöt. Það er auðvitað val hvers og eins. Það er þægilegt að réttlæta kjötneyslu með vísan til þess að kjöt er gott og lífið er stutt. Er eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir góðan hamborgara? Það er samt ágætt að vita hvar vandamálið liggur þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Það er mikilvægt að skilja afleiðingar eigin neyslu og orsakasambandið á milli landbúnaðar og loftslagsbreytinga. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr Cowspiracy: The Sustainability Secret.