Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2017 22:15 Eystribyggð á Grænlandi, landnám Eiríks rauða, er komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem hljóta þennan virðulega sess. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Þingvellir komust á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004, sem menningar- og náttúruminjastaður sem talinn er hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Surtsey komst á skrána árið 2008 yfir náttúruminjar sem einstök rannsóknarstöð til að fylgjast með þróun lífs frá lokum eldgoss. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Fornleifar sem þar fundust árið 1960 eftir norræna vikinga komust heimsminjaskrá UNESCO árið 1978.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÁður voru norrænu tóftirnar á L'anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands í Kanada búnar að vera á lista UNESCO frá árinu 1978 en þær eru taldar staðfesta frásagnir Íslendingasagna um siglingar Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku í kringum árið 1000. Og nú hefur landnám Eiríks rauða á Grænlandi bæst við en heimsminjanefnd Sameinuðu þjóðanna tilkynnti þetta á ársfundi sínum í Krakow í Póllandi um helgina. 350 ferkílómetra svæði í hinni fornu Eystribyggð er nú skilgreint sem einstakar menningarminjar fyrir heimssöguna, ekki aðeins fornminjarnar heldur einnig landslagið sem vitnisburður um þann landbúnað sem afkomendur Íslendinga stunduðu þar um nærri 500 ára skeið.Íslenskir ferðamenn við rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju í Eystribyggð á Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Húsarústirnar sem norrænir menn skyldu eftir sig, eins og dómkirkjurústin í biskupsetrinu að Görðum og Hvalseyjarfjarðarkirkja, eru í raun hluti Íslandssögunnar. Í Landnámabók segir að eftir að Eiríkur rauði sigldi úr Breiðafirði, settist að í Brattahlíð og gaf landinu nafnið Grænland hafi 25 skip siglt þangað með fólk úr Breiðafirði og Borgarfirði til að nema þetta nýja land. Síðustu fréttir sem bárust af norrænu byggðinni er svo frásögn af brúðkaupi Íslendinganna Þorsteins Ólafssonar og Sigríður Björnsdóttur í Hvalseyjarfjarðarkirkju árið 1408. Eftir það hefur ekkert spurst til norrænu þjóðarinnar á Grænlandi en hvarf hennar er ein mesta ráðgáta mannkynssögunnar. Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landnámssagan er efniviður þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 en þættirnir eru endursýndir á fimmtudagsmorgnum í sumar. Þátturinn næstkomandi fimmtudag fjallar um papana og er á dagskrá kl. 10.40. Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Eystribyggð á Grænlandi, landnám Eiríks rauða, er komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem hljóta þennan virðulega sess. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Þingvellir komust á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004, sem menningar- og náttúruminjastaður sem talinn er hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Surtsey komst á skrána árið 2008 yfir náttúruminjar sem einstök rannsóknarstöð til að fylgjast með þróun lífs frá lokum eldgoss. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Fornleifar sem þar fundust árið 1960 eftir norræna vikinga komust heimsminjaskrá UNESCO árið 1978.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÁður voru norrænu tóftirnar á L'anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands í Kanada búnar að vera á lista UNESCO frá árinu 1978 en þær eru taldar staðfesta frásagnir Íslendingasagna um siglingar Leifs heppna, Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku í kringum árið 1000. Og nú hefur landnám Eiríks rauða á Grænlandi bæst við en heimsminjanefnd Sameinuðu þjóðanna tilkynnti þetta á ársfundi sínum í Krakow í Póllandi um helgina. 350 ferkílómetra svæði í hinni fornu Eystribyggð er nú skilgreint sem einstakar menningarminjar fyrir heimssöguna, ekki aðeins fornminjarnar heldur einnig landslagið sem vitnisburður um þann landbúnað sem afkomendur Íslendinga stunduðu þar um nærri 500 ára skeið.Íslenskir ferðamenn við rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju í Eystribyggð á Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Húsarústirnar sem norrænir menn skyldu eftir sig, eins og dómkirkjurústin í biskupsetrinu að Görðum og Hvalseyjarfjarðarkirkja, eru í raun hluti Íslandssögunnar. Í Landnámabók segir að eftir að Eiríkur rauði sigldi úr Breiðafirði, settist að í Brattahlíð og gaf landinu nafnið Grænland hafi 25 skip siglt þangað með fólk úr Breiðafirði og Borgarfirði til að nema þetta nýja land. Síðustu fréttir sem bárust af norrænu byggðinni er svo frásögn af brúðkaupi Íslendinganna Þorsteins Ólafssonar og Sigríður Björnsdóttur í Hvalseyjarfjarðarkirkju árið 1408. Eftir það hefur ekkert spurst til norrænu þjóðarinnar á Grænlandi en hvarf hennar er ein mesta ráðgáta mannkynssögunnar. Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landnámssagan er efniviður þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 en þættirnir eru endursýndir á fimmtudagsmorgnum í sumar. Þátturinn næstkomandi fimmtudag fjallar um papana og er á dagskrá kl. 10.40.
Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00