Anníe Mist um heimsleikana í Crossfit: Sé fyrir mér að þetta sé síðasta árið mitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2017 11:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson. Bítið Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði á leiðinni út til Bandaríkjanna til að taka þátt í heimsleikunum í Crossfit. Þau Anníe Mist og Björgvin Karl komu í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu keppnina sem fer fram í Madison í Wisconsin-fylki og hefst 3. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sem keppnin fer fram á þessum stað en hún hefur verið í Kaliforníu undanfarin ár.Tvívegis sigrað Anníe Mist hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Björgvin Karl náði þriðja sætinu fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki alveg af hverju þeir voru að færa keppnina en kannski vegna þess að þetta er stærri leikvangur fyrir keppnina. Þetta skiptir mig engu máli svo lengi sem að það er ekki heitara þarna,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir sem lenti einu sinni í miklum vandræðum vegna hitans á heimsleikunum. Þau ætla að fara út til Bandaríkjanna seinna í þessari viku og munu æfa saman fram að heimsleikunum. „Þetta verða smá æfingabúðir til að venjast hitanum, venjast rakanum og venjast tímamuninum. Við ætlum að venjast aðstæðum aðeins,“ sagði Anníe Mist en þau munu vera stutt frá Madison. Þar verða þau í litlum bæ sem Björgvin Karl Guðmundsson er sérstaklega ánægður með en hann er frá Stokkseyri. „Það er mjög fyndið þegar maður er að ferðast með Bjögga og hann segir: Ég hlakka svo til að komast heim. Ég svara: Við erum út á flugvelli og við erum að fara út núna,“ segir Anníe Mist hlæjandi. „Þetta hefur alltaf verið mjög gaman og það skemmir ekkert fyrir að vera með góðu liði,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson.Frækin sex í Wisconsin Sex Íslendingar keppa á heimsleikunum í ár þar af fjórar stelpur. „Svo er Bjöggi og kærastinn minn sem flokkast sem Íslendingur á þessum tímapunkti,“ sagði Anníe Mist. Ísland mun því vera með sex manna lið á leikunum. Það er búist við miklu af íslensku keppendunum. „Við erum þarna pottþétt í toppnum myndi ég segja,“ sagði Björgvin Karl sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Crossfit á dögunum en þetta er í annað skiptið sem hann vinnur hann. „Persónulega finnst mér ég eiga mesta möguleika núna af þeim árum sem ég hef verið að taka þátt. Þó að ég hafi lent í þriðja sæti árið 2015 þá vissi ég ekki þá hvar ég væri að fara enda. Núna er maður mættur til að gera einhverja hluti og mér finnst eins og ég ætti að gera góða hluti núna,“ sagði Björgvin Karl. Anníe Mist vann heimsleikana 2011 og 2012 en lenti svo í meiðslum árið 2013. „Það er svolítið síðan og ég er búin að jafna mig. Mér líður núna eins og ég sé í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið í. Eftir að ég meiddist hefur endalaust eitthvað komið upp, slæm í hnénu eða slæm í öxlinni. Það hefur verið erfitt hjá mér að eiga gott undirbúningstímabil en ég hef aldrei verið eins góð í líkamanum og nú í ár,“ sagði Anníe Mist. Björgvin Karl er viss um að ástæðan sé að þau séu nú farin að æfa saman og Annie Mist tekur ekkert illa í þá fullyrðingu.Alltaf í einstaklingssporti „Þetta er búið að vera gott og skemmtilegt æfingaár og ég er mjög spennt fyrir þessu móti,“ sagði Anníe Mist en hún sér fram á tímamót í ár. „Ég sé fyrir mér að þetta verði síðasta árið mitt í einstaklingskeppninni. Við sjáum til hvað gerist eftir það, hvort ég fari í lið eða verð kannski bara í einstaklingskeppninni í tíu ár í viðbót,“ sagði Anníe Mist í léttum tón. „Ég er spennt fyrir því að fara í lið því ég hef aldrei verið í liðasporti eða keppt með liði. Ég hef verið í fimleikum, stangarstökki og Crossfit. Ég elska það og mér finnst gott að vera bara með álagið og pressuna á mér og að vera að gera þetta fyrir mig. Það er ekki möguleiki á því að ég fari að hætta að æfa því þetta er ennþá það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er að mínu mati með bestu vinnu í heimi,“ sagði Anníe Mist en hana langar að prufa að keppa með liði. „Ég horfi samt á liðin æfa og hugsa að það væri gaman að vera með svona hóp. Það er ekki það að ég sé ekki með frábæra æfingafélaga en það er aðeins öðruvísi stemmning,“ sagði Anníe Mist. „Þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum og ég hef því alltaf horft á það að taka eitt ár í einu. Ég er hinsvegar að fara svolítið inn í þetta ár með það hugarfar að leggja allt í þetta núna og svo sjáum við til hvað gerist eftir það,“ sagði Anníe Mist.Það má hlusta á allt viðtalið við þau Anníe Mist og Björgvin Karl í spilaranum hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði á leiðinni út til Bandaríkjanna til að taka þátt í heimsleikunum í Crossfit. Þau Anníe Mist og Björgvin Karl komu í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu keppnina sem fer fram í Madison í Wisconsin-fylki og hefst 3. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sem keppnin fer fram á þessum stað en hún hefur verið í Kaliforníu undanfarin ár.Tvívegis sigrað Anníe Mist hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Björgvin Karl náði þriðja sætinu fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki alveg af hverju þeir voru að færa keppnina en kannski vegna þess að þetta er stærri leikvangur fyrir keppnina. Þetta skiptir mig engu máli svo lengi sem að það er ekki heitara þarna,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir sem lenti einu sinni í miklum vandræðum vegna hitans á heimsleikunum. Þau ætla að fara út til Bandaríkjanna seinna í þessari viku og munu æfa saman fram að heimsleikunum. „Þetta verða smá æfingabúðir til að venjast hitanum, venjast rakanum og venjast tímamuninum. Við ætlum að venjast aðstæðum aðeins,“ sagði Anníe Mist en þau munu vera stutt frá Madison. Þar verða þau í litlum bæ sem Björgvin Karl Guðmundsson er sérstaklega ánægður með en hann er frá Stokkseyri. „Það er mjög fyndið þegar maður er að ferðast með Bjögga og hann segir: Ég hlakka svo til að komast heim. Ég svara: Við erum út á flugvelli og við erum að fara út núna,“ segir Anníe Mist hlæjandi. „Þetta hefur alltaf verið mjög gaman og það skemmir ekkert fyrir að vera með góðu liði,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson.Frækin sex í Wisconsin Sex Íslendingar keppa á heimsleikunum í ár þar af fjórar stelpur. „Svo er Bjöggi og kærastinn minn sem flokkast sem Íslendingur á þessum tímapunkti,“ sagði Anníe Mist. Ísland mun því vera með sex manna lið á leikunum. Það er búist við miklu af íslensku keppendunum. „Við erum þarna pottþétt í toppnum myndi ég segja,“ sagði Björgvin Karl sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Crossfit á dögunum en þetta er í annað skiptið sem hann vinnur hann. „Persónulega finnst mér ég eiga mesta möguleika núna af þeim árum sem ég hef verið að taka þátt. Þó að ég hafi lent í þriðja sæti árið 2015 þá vissi ég ekki þá hvar ég væri að fara enda. Núna er maður mættur til að gera einhverja hluti og mér finnst eins og ég ætti að gera góða hluti núna,“ sagði Björgvin Karl. Anníe Mist vann heimsleikana 2011 og 2012 en lenti svo í meiðslum árið 2013. „Það er svolítið síðan og ég er búin að jafna mig. Mér líður núna eins og ég sé í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið í. Eftir að ég meiddist hefur endalaust eitthvað komið upp, slæm í hnénu eða slæm í öxlinni. Það hefur verið erfitt hjá mér að eiga gott undirbúningstímabil en ég hef aldrei verið eins góð í líkamanum og nú í ár,“ sagði Anníe Mist. Björgvin Karl er viss um að ástæðan sé að þau séu nú farin að æfa saman og Annie Mist tekur ekkert illa í þá fullyrðingu.Alltaf í einstaklingssporti „Þetta er búið að vera gott og skemmtilegt æfingaár og ég er mjög spennt fyrir þessu móti,“ sagði Anníe Mist en hún sér fram á tímamót í ár. „Ég sé fyrir mér að þetta verði síðasta árið mitt í einstaklingskeppninni. Við sjáum til hvað gerist eftir það, hvort ég fari í lið eða verð kannski bara í einstaklingskeppninni í tíu ár í viðbót,“ sagði Anníe Mist í léttum tón. „Ég er spennt fyrir því að fara í lið því ég hef aldrei verið í liðasporti eða keppt með liði. Ég hef verið í fimleikum, stangarstökki og Crossfit. Ég elska það og mér finnst gott að vera bara með álagið og pressuna á mér og að vera að gera þetta fyrir mig. Það er ekki möguleiki á því að ég fari að hætta að æfa því þetta er ennþá það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er að mínu mati með bestu vinnu í heimi,“ sagði Anníe Mist en hana langar að prufa að keppa með liði. „Ég horfi samt á liðin æfa og hugsa að það væri gaman að vera með svona hóp. Það er ekki það að ég sé ekki með frábæra æfingafélaga en það er aðeins öðruvísi stemmning,“ sagði Anníe Mist. „Þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum og ég hef því alltaf horft á það að taka eitt ár í einu. Ég er hinsvegar að fara svolítið inn í þetta ár með það hugarfar að leggja allt í þetta núna og svo sjáum við til hvað gerist eftir það,“ sagði Anníe Mist.Það má hlusta á allt viðtalið við þau Anníe Mist og Björgvin Karl í spilaranum hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira