Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradallsfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að fyrstu niðurstöður mæli skjálftann af stærðinni fjórir.
Skjálftahrina hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, sem er um fjóra kílómetra suðvestan af Keili, síðan klukkan hálfátta í morgun. Kristín segir að um fjörutíu til fimmtíu skjálftar hafi mælst í morgun.
Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Tengdar fréttir

Jarðskjálftar upp á þrjá riðu yfir Reykjanesskaga
Sextán jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi í morgun, þar af tveir af stærðinni þrír.