Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 13:54 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/AFP Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02
Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44