Moldrík af börnum og klúbbum Landspítalinn kynnir 31. júlí 2017 11:15 Sigríður er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira