Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/Kristín María „Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira