Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. vísir/stefán „Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira