Innheimta bílastæða- og atvinnuleyfagjöld í Vatnajökulsþjóðgarði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Byrjað verið að rukka frá og með 9.ágúst mynd/Klaus Kretzer Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira