Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Pétur Viðarsson tekur hér á móti boltanum á æfingu FH-inga á Kaplakrikavelli í vikunni. Leikmenn vita að það er mikið í húfi í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjá meira
Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjá meira
Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn