Íslensk fjölskylda tapaði búslóðinni í svikamyllu í Dúbaí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2017 10:27 Björgvin Þór Hólmgeirsson spilar með ÍR í efstu deild karla í vetur. Vísir/Andri Marinó Handboltakappinn Björgvin Hólmgeirsson og fjölskylda hans urðu fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á dögunum þegar búslóð þeirra skilaði sér ekki til Íslands. Svo virðist sem þau hafi orðið fyrir barðinu á svikamyllu en þau vita til þess að fleiri hafi lent í aðilum sem settu á fót flutningsþjónustu, rukkuðu fyrir og gengu fagmannlega frá pökkun. Búslóðirnar bárust hins vegar aldrei til síns heima. Björgvin var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er fluttur heim ásamt fjölskyldunni eftir tvö ár í atvinnumennsku í Dúbaí. Fjölskyldan kom heim í vor og Björgvin svo í byrjun júní. Búslóðin átti að skila sér í byrjun júlí en ekkert hefur spurst til hennar. Björgvin er svartsýnn á að hann muni sjá búslóðina úr þessu en fleira fólk á faraldsfæti hefur lent í því sama og fjölskylda Björgvins. Hann lýsir því hvernig þau hafi keypt flutningsþjónustu af aðilum úti í Dúbaí. Mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu, hlutunum pakkað vel saman og þá hafi hann keypt tryggingu af fyrirtækinu. Nokkrum vikum síðar er ekki svarað í nein símanúmer og heimasíðunni hefur verið lokað. Fullt af fólki hefur leitað til lögreglu í Dúbaí sem virðist lítið geta gert.Höfðu tugi milljóna króna upp úr krafsinu „Þetta er eitthvað svaka sakamál í Dúabí,“ segir Björgvin. Svo virðist sem fólkið á bak við flutningsfyrirtækið hafi stungið af. Þau hafi gefið upp átta vikna flutningstíma á búslóðinni. Svo þegar viðskiptavinir fóru að kanna málið að átta vikum liðnum, þegar búslóðin skilaði sér ekki, hafi fólkið gripið í tómt. „Við höldum í vonina,“ segir Björgvin en er greinilega ekki bjartsýnn. Greitt var fyrir flutningana í reiðufé sem er afar algengt í Dúbaí að sögn Björgvins. Hann er viss um að þau fái ekki peningana aftur en mögulega búslóðina. „Mér finnst mjög ólíklegt að þeir hafi tekið dótið líka. Þeir hafa örugglega skilið dótið eftir einhvers staðar.“ Verið sé að leita að gámunum en ljóst sé að flutningsaðilarnir hafi haft tugi milljóna upp úr svikunum. „Ég er með allar kvittanir fyrir öllu og innihaldslýsingar. Þeir pökkuðu öllu í kassa og ég hafði ekkert út á þá að setja. Ég hefði nú samt viljað kveðja dótið mitt betur, hefði ég vitað að ég fengi aldrei að sjá það aftur.“Hrækti framan í Björgvin Björgvin þekkir til í lögreglunni í Dúbaí en einn liðsfélagi hans starfar hjá lögreglunni. „Einn vinur minn sem var í liðinu er háttsettur í lögreglunni. Hann segir að það sé lítið hægt að gera. Þeir eru bara horfnir,“ segir Björgvin. Málið sé þó til skoðunar og lögregla hafi fengið vísbendingu um eitthvað vöruhús sem aðilarnir hafi notað. Hann bíði tíðinda hvort nokkuð finnist þar en allir kassarnir séu merktir honum. Sem betur fer er tjónið að langmestu leyti fjárhagslegt að sögn Björgvins. Persónulegir munir hafi verið á Íslandi allan tímann en þau fluttu út í ferðatösku fyrir tveimur árum. Eitthvað hafi þó glatast af dóti sonar hans sem var í leikskóla í Dúbaí. Annars lætur Björgvin nokkuð vel af tíma sínum í Dúbaí þótt hann hafi ekki áhuga á að fara þangað aftur. Allur gangur hafi verið á því hve margir mættu á æfingar. Stundum fimm og stundum tuttugu. „Þetta var mjög sérstakt. Maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast á æfingum,“ segir Björgvin. Ekki var um metnaðarleysi að ræða hjá leikmönnum heldur agaleysi. „Þetta eru metnaðarfyllstu menn í heimi en hafa engan aga. Þeir eru aldir upp við að komast upp með allt. Því miður en góðir karlar engu að síður.“ Barningurinn er meiri í handboltanum í Dúbaí og menn blóðheitir. Svo heitir að á dögunum skyrpti leikmaður framan í Björgvin þegar hann hugðist taka í höndina á honum. „Þeir eru svo blóðheitir. Það er ekkert hægt að gera.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Handboltakappinn Björgvin Hólmgeirsson og fjölskylda hans urðu fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á dögunum þegar búslóð þeirra skilaði sér ekki til Íslands. Svo virðist sem þau hafi orðið fyrir barðinu á svikamyllu en þau vita til þess að fleiri hafi lent í aðilum sem settu á fót flutningsþjónustu, rukkuðu fyrir og gengu fagmannlega frá pökkun. Búslóðirnar bárust hins vegar aldrei til síns heima. Björgvin var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er fluttur heim ásamt fjölskyldunni eftir tvö ár í atvinnumennsku í Dúbaí. Fjölskyldan kom heim í vor og Björgvin svo í byrjun júní. Búslóðin átti að skila sér í byrjun júlí en ekkert hefur spurst til hennar. Björgvin er svartsýnn á að hann muni sjá búslóðina úr þessu en fleira fólk á faraldsfæti hefur lent í því sama og fjölskylda Björgvins. Hann lýsir því hvernig þau hafi keypt flutningsþjónustu af aðilum úti í Dúbaí. Mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu, hlutunum pakkað vel saman og þá hafi hann keypt tryggingu af fyrirtækinu. Nokkrum vikum síðar er ekki svarað í nein símanúmer og heimasíðunni hefur verið lokað. Fullt af fólki hefur leitað til lögreglu í Dúbaí sem virðist lítið geta gert.Höfðu tugi milljóna króna upp úr krafsinu „Þetta er eitthvað svaka sakamál í Dúabí,“ segir Björgvin. Svo virðist sem fólkið á bak við flutningsfyrirtækið hafi stungið af. Þau hafi gefið upp átta vikna flutningstíma á búslóðinni. Svo þegar viðskiptavinir fóru að kanna málið að átta vikum liðnum, þegar búslóðin skilaði sér ekki, hafi fólkið gripið í tómt. „Við höldum í vonina,“ segir Björgvin en er greinilega ekki bjartsýnn. Greitt var fyrir flutningana í reiðufé sem er afar algengt í Dúbaí að sögn Björgvins. Hann er viss um að þau fái ekki peningana aftur en mögulega búslóðina. „Mér finnst mjög ólíklegt að þeir hafi tekið dótið líka. Þeir hafa örugglega skilið dótið eftir einhvers staðar.“ Verið sé að leita að gámunum en ljóst sé að flutningsaðilarnir hafi haft tugi milljóna upp úr svikunum. „Ég er með allar kvittanir fyrir öllu og innihaldslýsingar. Þeir pökkuðu öllu í kassa og ég hafði ekkert út á þá að setja. Ég hefði nú samt viljað kveðja dótið mitt betur, hefði ég vitað að ég fengi aldrei að sjá það aftur.“Hrækti framan í Björgvin Björgvin þekkir til í lögreglunni í Dúbaí en einn liðsfélagi hans starfar hjá lögreglunni. „Einn vinur minn sem var í liðinu er háttsettur í lögreglunni. Hann segir að það sé lítið hægt að gera. Þeir eru bara horfnir,“ segir Björgvin. Málið sé þó til skoðunar og lögregla hafi fengið vísbendingu um eitthvað vöruhús sem aðilarnir hafi notað. Hann bíði tíðinda hvort nokkuð finnist þar en allir kassarnir séu merktir honum. Sem betur fer er tjónið að langmestu leyti fjárhagslegt að sögn Björgvins. Persónulegir munir hafi verið á Íslandi allan tímann en þau fluttu út í ferðatösku fyrir tveimur árum. Eitthvað hafi þó glatast af dóti sonar hans sem var í leikskóla í Dúbaí. Annars lætur Björgvin nokkuð vel af tíma sínum í Dúbaí þótt hann hafi ekki áhuga á að fara þangað aftur. Allur gangur hafi verið á því hve margir mættu á æfingar. Stundum fimm og stundum tuttugu. „Þetta var mjög sérstakt. Maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast á æfingum,“ segir Björgvin. Ekki var um metnaðarleysi að ræða hjá leikmönnum heldur agaleysi. „Þetta eru metnaðarfyllstu menn í heimi en hafa engan aga. Þeir eru aldir upp við að komast upp með allt. Því miður en góðir karlar engu að síður.“ Barningurinn er meiri í handboltanum í Dúbaí og menn blóðheitir. Svo heitir að á dögunum skyrpti leikmaður framan í Björgvin þegar hann hugðist taka í höndina á honum. „Þeir eru svo blóðheitir. Það er ekkert hægt að gera.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira