Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:37 Þingvellir. Vísir/Vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira