Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. vísir/ernir „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira