ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ekki er að sjá að íbúar Gvam óttist að ráðist verði á þá. Lífið í borginni Tamuning gekk sinn vanagang í gær. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira