Thomas mögulega á Reykjanesbraut klukkan rúmlega sjö á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 11:30 Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn í dómsal í gær. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira