Toyota innkallar 314 Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 09:49 Toyota Hilux. Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent