Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, var ómyrkur í máli gagnvart hegðun stuðningsmanna á leik Þýskalands og Tékklands í Prag á föstudag.
Tékkneska knattspyrnusambandið var með mínútuþögn fyrir leik til að minnast tveggja fallinna félaga. En athöfnin var trufluð með nasistasöngvum og hrópum stuðningsmanna Þýskalands á leiknum.
„Það er ekki að ég sé fyrst og fremst í uppnámi eða leiður heldur er ég frekar heltekinn af reiði. Ég held að það lýsi tilfinningum mínum betur,“ sagði Löw við þýska fjölmiðla fyrir leik liðsins gegn Noregi í kvöld. Sá leikur fer fram í Stuttgart.
„Ég er virkilega reiður vegna þess sem gerðist. Þessir svokölluðu stuðningsmenn notuðu vettvang knattspyrnunnar til að kalla skömm yfir land okkar með afar neyðarlegri hegðun sinni og framkomu,“ sagði hann enn fremur en Löw styður þá sem vilja að aðilar eins og þeir sem verða uppvísir að svona hegðun verði settir í bann frá landsleikjum.
„Við viljum ekki þessa anarkista. Við erum ekki landsliðið þeirra.“
Löw bálreiður stuðningsmönnum fyrir nasistahróp
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn
