Mikið undir í kappræðum Merkel og Schulz Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. september 2017 23:29 Samkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur. Vísir/AFP Angela Merkel og Martin Schulz mættust í sjónvarpskappræðum í kvöld sem verða jafnframt einu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Það lá ljóst fyrir að viðburðurinn væri veigamikið tækifæri fyrir Schulz til að fá kjósendur á sitt band en mikill háskaleikur fyrir Merkel. Merkel býður sig fram til að gegna embætti kanslara Þýskalands í fjórða kjörtímabilið í röð en hún var kjörin fyrst árið 2005. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, er líklegur sigurvegari kosninganna samkvæmt helstu skoðanakönnunum. Flokkur mótframbjóðanda hennar, SPD, eða Sósíal demókrataflokkur Þýskalands, þarf um tíu til fimmtán prósentustig til að ná flokki Merkel. Gengið er til kosninga eftir þrjár vikur.Mikilsráðandisjónvarpsviðburður Um helmingur Þjóðverja sagðist ætla að horfa á kappræðurnar samkvæmt niðurstöðum úr skoðanakönnunum Forsa Institute. Má því búast við að um fimmtán milljónir Þjóðverja hafi setið límdir við skjáinn í kvöld. Af þeim sem sögðust ætla að horfa sögðu 22% þeirra ætla að gera upp hug sinn út frá frammistöðu frambjóðendanna. Um var að ræða níutíu mínútna þátt þar sem þau voru spurð spjörunum úr af þáttastjórnendum. Þrátt fyrir fyrirkomulag þáttarins gafst þeim þó einnig tækifæri til að beina spurningum að hvort öðru.Merkel telur nauðsynlegt að Trump verði hafður með í ráðum þegar kemur að Norður-KóreuVísir/GettyTrump ekki til þess fallinn að finna lausn á Norður-Kóreu vandanumRætt var um ástandið á Kóreuskaganum og sagði Schulz að Trump væri ekki til þess fallinn að finna góða lausn á þessum deilum. „Við þurfum að vinna með öðrum bandamönnum okkar, eins og Kanadamönnum, til að leysa þetta mál,“ sagði Schulz. „Vandamálið við Trump er að við vitum aldrei hverju hann „tístir“ næst.“ Þá líkti hann Trump við Tyrklandsforseta, Recap Tayyip Erdogan, og færði rök fyrir því að báðir leiðtogar virtu lýðræðisleg gildi að vettugi í ákveðnum málum. Merkel svaraði spurningunni með því að að segja að ekki væri hægt að finna lausn á málinu án Bandaríkjaforseta. Þá sagðist hún einungis íhuga friðsamlega og diplómatíska lausn.Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný.Vísir/AFPFrambjóðendur tiltölulega sammála um TyrklandSchulz tók skýrari afstöðu gegn Erdogan en Merkel. Sagði hann að Evrópusambandið ætti að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust . Þá sagði hann Erdogan vera einræðisherra af verstu gerð. Merkel tók undir með Schulz hvað varðar viðræður Tyrklands við sambandið en nefndi þó að nauðsynlegt væri að halda áfram að ræða við Tyrkland og slíta ekki tengslum við landið.Flóttamannakrísan veigamikil í hugum kjósendaFlóttamannamálin voru hvað fyrirferðarmest í kappræðunum. Merkel hefur sætt talsverði gagnrýni fyrir að hleypa einni milljón flóttamanna inn í landið fyrir tveimur árum. Merkel sagði að það væri umfangsmikið verkefni að láta flóttamennina aðlagast þýsku samfélagi en taldi sig hafa gert rétt með að hleypa þessum fjölda inn í landið. Schulz gagnrýndi þá ákvörðun hennar og sagði að Merkel ætti ekki að hafa tekið þessa ákvörðun án stuðnings frá öðrum Evrópuríkjum. Schulz sagði jafnframt að það mætti ekki loka landamærum Evrópu en að margar áskoranir væru til staðar. „Aðlögun er verkefni heillar kynslóðar,“ sagði hann. Þá lofaði Schulz að hraða brottvísun þeirra flóttamanna sem höfðu ekki réttindi til að vera í Þýskalandi, en færði jafnframt rök gegn fjöldabrottvísunum.Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í desember á síðasta ári.Vísir/AFPÞjóðaröryggi og hryðjuverkaógnin„Við megum ekki verða vön því að hryðjuverk séu framin í landinu okkar,“ sagði Merkel þegar hún var spurð út í aukinn fjölda hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu. „Við þurfum að læra af mistökum okkar,“ bætti hún við. Schulz var sama sinnis og ítrekaði að Þýskaland þurfi að líta á hvernig er tekið á hryðjuverkaógninni. Merkel tók upp hanskann fyrir múslima í Þýskalandi og sagði að langflestir þeirra væru mikilvægir hlekkir í þýsku samfélagi. Þá sagði hún jafnframt að „íslamska samfélagið þyrfti að gera öllum ljóst að hryðjuverk í nafni íslam hefði ekkert með trúnna að gera.“Schulz talaði um að nýir íbúar Þýskalands sem kæmu frá múslimaríkjum hefðu ósjaldan önnur gildi en Þjóðverjar. Mikilvægast í aðlöguninni væri menntun og upplýst samfélag.Schulz ræddi við fjölmiðla eftir kappræðurnar.Vísir/AFPSchulz lagði ekki ríka áherslu á lykilatriðiÞýskir fjölmiðlar nefndu það fyrir kappræðurnar að það yrði mikilvægt fyrir Schulz að leggja áherslu á lífeyrismál, menntun og afvopnun til að stela atkvæðum frá mótframbjóðandanum. Sósíal-demókratinn lagði þó litla sem enga áherslu á þessi mál. Lífeyrismál voru varla nefnd og engin umræða var um menntun eða fjárframlög til Nato. Frambjóðendurnir fengu báðir tækifæri til að ávarpa þjóðina í lok þáttarins. „Við lifum á tímum breytinga og það er hlutverk kanslara Þýskalands að móta framtíðina,“ sagði Schulz. Merkel tók undir með Schulz og nefndi að fjölmörg ögrandi viðfangsefni fylgdu breyttum heimi, þá sérstaklega áskoranir sem snúa að stafrænum hagkerfum og félagslegri samheldni.55% töldu Merkel hafa staðið sig beturSamkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur en 35% töldu Schulz hafa komið betur út. Einnig taldi meirihluti þeirra sem voru óákveðnir fyrir sjónvarpsviðburðinn Merkel hafa staðið sig mun betur. Þá töldu 54% Schulz hafa staðið sig betur en þau bjuggust við. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Angela Merkel og Martin Schulz mættust í sjónvarpskappræðum í kvöld sem verða jafnframt einu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Það lá ljóst fyrir að viðburðurinn væri veigamikið tækifæri fyrir Schulz til að fá kjósendur á sitt band en mikill háskaleikur fyrir Merkel. Merkel býður sig fram til að gegna embætti kanslara Þýskalands í fjórða kjörtímabilið í röð en hún var kjörin fyrst árið 2005. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, er líklegur sigurvegari kosninganna samkvæmt helstu skoðanakönnunum. Flokkur mótframbjóðanda hennar, SPD, eða Sósíal demókrataflokkur Þýskalands, þarf um tíu til fimmtán prósentustig til að ná flokki Merkel. Gengið er til kosninga eftir þrjár vikur.Mikilsráðandisjónvarpsviðburður Um helmingur Þjóðverja sagðist ætla að horfa á kappræðurnar samkvæmt niðurstöðum úr skoðanakönnunum Forsa Institute. Má því búast við að um fimmtán milljónir Þjóðverja hafi setið límdir við skjáinn í kvöld. Af þeim sem sögðust ætla að horfa sögðu 22% þeirra ætla að gera upp hug sinn út frá frammistöðu frambjóðendanna. Um var að ræða níutíu mínútna þátt þar sem þau voru spurð spjörunum úr af þáttastjórnendum. Þrátt fyrir fyrirkomulag þáttarins gafst þeim þó einnig tækifæri til að beina spurningum að hvort öðru.Merkel telur nauðsynlegt að Trump verði hafður með í ráðum þegar kemur að Norður-KóreuVísir/GettyTrump ekki til þess fallinn að finna lausn á Norður-Kóreu vandanumRætt var um ástandið á Kóreuskaganum og sagði Schulz að Trump væri ekki til þess fallinn að finna góða lausn á þessum deilum. „Við þurfum að vinna með öðrum bandamönnum okkar, eins og Kanadamönnum, til að leysa þetta mál,“ sagði Schulz. „Vandamálið við Trump er að við vitum aldrei hverju hann „tístir“ næst.“ Þá líkti hann Trump við Tyrklandsforseta, Recap Tayyip Erdogan, og færði rök fyrir því að báðir leiðtogar virtu lýðræðisleg gildi að vettugi í ákveðnum málum. Merkel svaraði spurningunni með því að að segja að ekki væri hægt að finna lausn á málinu án Bandaríkjaforseta. Þá sagðist hún einungis íhuga friðsamlega og diplómatíska lausn.Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný.Vísir/AFPFrambjóðendur tiltölulega sammála um TyrklandSchulz tók skýrari afstöðu gegn Erdogan en Merkel. Sagði hann að Evrópusambandið ætti að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust . Þá sagði hann Erdogan vera einræðisherra af verstu gerð. Merkel tók undir með Schulz hvað varðar viðræður Tyrklands við sambandið en nefndi þó að nauðsynlegt væri að halda áfram að ræða við Tyrkland og slíta ekki tengslum við landið.Flóttamannakrísan veigamikil í hugum kjósendaFlóttamannamálin voru hvað fyrirferðarmest í kappræðunum. Merkel hefur sætt talsverði gagnrýni fyrir að hleypa einni milljón flóttamanna inn í landið fyrir tveimur árum. Merkel sagði að það væri umfangsmikið verkefni að láta flóttamennina aðlagast þýsku samfélagi en taldi sig hafa gert rétt með að hleypa þessum fjölda inn í landið. Schulz gagnrýndi þá ákvörðun hennar og sagði að Merkel ætti ekki að hafa tekið þessa ákvörðun án stuðnings frá öðrum Evrópuríkjum. Schulz sagði jafnframt að það mætti ekki loka landamærum Evrópu en að margar áskoranir væru til staðar. „Aðlögun er verkefni heillar kynslóðar,“ sagði hann. Þá lofaði Schulz að hraða brottvísun þeirra flóttamanna sem höfðu ekki réttindi til að vera í Þýskalandi, en færði jafnframt rök gegn fjöldabrottvísunum.Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í desember á síðasta ári.Vísir/AFPÞjóðaröryggi og hryðjuverkaógnin„Við megum ekki verða vön því að hryðjuverk séu framin í landinu okkar,“ sagði Merkel þegar hún var spurð út í aukinn fjölda hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu. „Við þurfum að læra af mistökum okkar,“ bætti hún við. Schulz var sama sinnis og ítrekaði að Þýskaland þurfi að líta á hvernig er tekið á hryðjuverkaógninni. Merkel tók upp hanskann fyrir múslima í Þýskalandi og sagði að langflestir þeirra væru mikilvægir hlekkir í þýsku samfélagi. Þá sagði hún jafnframt að „íslamska samfélagið þyrfti að gera öllum ljóst að hryðjuverk í nafni íslam hefði ekkert með trúnna að gera.“Schulz talaði um að nýir íbúar Þýskalands sem kæmu frá múslimaríkjum hefðu ósjaldan önnur gildi en Þjóðverjar. Mikilvægast í aðlöguninni væri menntun og upplýst samfélag.Schulz ræddi við fjölmiðla eftir kappræðurnar.Vísir/AFPSchulz lagði ekki ríka áherslu á lykilatriðiÞýskir fjölmiðlar nefndu það fyrir kappræðurnar að það yrði mikilvægt fyrir Schulz að leggja áherslu á lífeyrismál, menntun og afvopnun til að stela atkvæðum frá mótframbjóðandanum. Sósíal-demókratinn lagði þó litla sem enga áherslu á þessi mál. Lífeyrismál voru varla nefnd og engin umræða var um menntun eða fjárframlög til Nato. Frambjóðendurnir fengu báðir tækifæri til að ávarpa þjóðina í lok þáttarins. „Við lifum á tímum breytinga og það er hlutverk kanslara Þýskalands að móta framtíðina,“ sagði Schulz. Merkel tók undir með Schulz og nefndi að fjölmörg ögrandi viðfangsefni fylgdu breyttum heimi, þá sérstaklega áskoranir sem snúa að stafrænum hagkerfum og félagslegri samheldni.55% töldu Merkel hafa staðið sig beturSamkvæmt skoðunarkönnun ARD töldu 55% þeirra sem horfðu á kappræðurnar í kvöld Merkel hafa staðið sig betur en 35% töldu Schulz hafa komið betur út. Einnig taldi meirihluti þeirra sem voru óákveðnir fyrir sjónvarpsviðburðinn Merkel hafa staðið sig mun betur. Þá töldu 54% Schulz hafa staðið sig betur en þau bjuggust við.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira