Renault Alaskan kemur í sölu í september Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2017 10:19 Renault Alaskan. Systurbíll Nissan Navara, Renault Alaskan kemur á markað í Evrópu í þessum mánuði, en hann á flest sameiginlegt með bíl systurfyrirtækisins Nissan í formi hins vel heppnaða Nissan Navara. Renault Alaskan hefur þegar verið settur á markað í S-Ameríku í fyrra. Renault Alaskan verður í boði með 2,3 lítra dísilvél í 160 eða 190 hestafla útgáfum. Alaskan getur borið 739 kíló og togað eitt tonn. Hann verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Fá má bílinn bæði framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn og einnig með lágu drifi. Hann mun því geta keppt við Toyota Hilux, Volkswagen Amarok og Ford Ranger bílana. Minni pallbílamarkaðurinn í Evrópu óx um heil 25% í fyrra og hefur enn vaxið um 19% það sem af er þessu ári, svo segja má að Alaskan komi nú inn á réttum tíma fyrir væna sölu. Renault er með meira en 9.000 söluútibú í Evrópu og það ætti að auðvelda Renault að selja vel af pallbílnum. Renault Alaskan er smíðaður í Mexíkó og í tveimur verksmiðjum Renault á Spaní, í Barcelona og Cordoba. Ekki kemur fram hvað Alaskan mun kosta.Sérútbúinn Renault Alaskan. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Systurbíll Nissan Navara, Renault Alaskan kemur á markað í Evrópu í þessum mánuði, en hann á flest sameiginlegt með bíl systurfyrirtækisins Nissan í formi hins vel heppnaða Nissan Navara. Renault Alaskan hefur þegar verið settur á markað í S-Ameríku í fyrra. Renault Alaskan verður í boði með 2,3 lítra dísilvél í 160 eða 190 hestafla útgáfum. Alaskan getur borið 739 kíló og togað eitt tonn. Hann verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu. Fá má bílinn bæði framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn og einnig með lágu drifi. Hann mun því geta keppt við Toyota Hilux, Volkswagen Amarok og Ford Ranger bílana. Minni pallbílamarkaðurinn í Evrópu óx um heil 25% í fyrra og hefur enn vaxið um 19% það sem af er þessu ári, svo segja má að Alaskan komi nú inn á réttum tíma fyrir væna sölu. Renault er með meira en 9.000 söluútibú í Evrópu og það ætti að auðvelda Renault að selja vel af pallbílnum. Renault Alaskan er smíðaður í Mexíkó og í tveimur verksmiðjum Renault á Spaní, í Barcelona og Cordoba. Ekki kemur fram hvað Alaskan mun kosta.Sérútbúinn Renault Alaskan.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent