Ekki ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 16:15 Þingkonur Sjálfstæðisflokksins þær Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagna góðu gengi flokksins á kosningavöku hans í fyrra. vísir/hanna Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59
Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43