Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 06:00 Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins veltur mjög á gengi flokksins í kosningum. vísir/valli Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52