Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira