Útlit fyrir kosningar 28. október Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 16:52 Bjarni Benedtiksson, forsætisráðherra, ætlar að rjúfa þing strax á morgun. Það þýðir að þingkosningar verða haldnar 28. október. Forseti Alþingis ætlar að funda með formönnum stjórnmálaflokkanna á morgun til að ræða framhald þingstarfa. Eftir að birt hefur verið tilkynning um þingrof þarf að halda nýjar þingkosningar innan 45 daga frá útgáfu tilkynningarinnar. Rjúfi Bjarni þing á morgun má því ekki halda kosningar til nýs þings síðar en 28. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfestir að forsætisráðherra hafi hringt í sig og tjáð henni að hann hygðist ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, strax í fyrramálið og óska eftir heimild til að rjúfa þing.Ætla að ræða framhaldið á fundi í hádeginuJafnvel þó að þing verði rofið strax á morgun getur Alþingi fundað fram að kjördag. Sumir leiðtogar flokkanna hafa lagt áherslu á að lokið verði við nokkur mál sem þeir telja brýn, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararétts. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að hún hafi boðað formenn stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi á sinn fund kl. 12:30 á morgun. Þar standi til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað fyrir kosningar. Þegar formenn flokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær virtist sem að niðurstaðan yrði að kosið yrði 4. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að enginn hafi sett sig upp á móti hvorri dagsetningunni sem er. Vísar hann hins vegar á forsætisráðherra um svör við því hvers vegna hann ætlar að óska eftir heimild til þingrofs strax á morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Sjá meira
Bjarni Benedtiksson, forsætisráðherra, ætlar að rjúfa þing strax á morgun. Það þýðir að þingkosningar verða haldnar 28. október. Forseti Alþingis ætlar að funda með formönnum stjórnmálaflokkanna á morgun til að ræða framhald þingstarfa. Eftir að birt hefur verið tilkynning um þingrof þarf að halda nýjar þingkosningar innan 45 daga frá útgáfu tilkynningarinnar. Rjúfi Bjarni þing á morgun má því ekki halda kosningar til nýs þings síðar en 28. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfestir að forsætisráðherra hafi hringt í sig og tjáð henni að hann hygðist ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, strax í fyrramálið og óska eftir heimild til að rjúfa þing.Ætla að ræða framhaldið á fundi í hádeginuJafnvel þó að þing verði rofið strax á morgun getur Alþingi fundað fram að kjördag. Sumir leiðtogar flokkanna hafa lagt áherslu á að lokið verði við nokkur mál sem þeir telja brýn, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararétts. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að hún hafi boðað formenn stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi á sinn fund kl. 12:30 á morgun. Þar standi til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað fyrir kosningar. Þegar formenn flokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær virtist sem að niðurstaðan yrði að kosið yrði 4. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að enginn hafi sett sig upp á móti hvorri dagsetningunni sem er. Vísar hann hins vegar á forsætisráðherra um svör við því hvers vegna hann ætlar að óska eftir heimild til þingrofs strax á morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Sjá meira