Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2017 12:08 Mikil ánægja er með ákvörðun Helga Hrafns í pírataspjallinu á Facebook. Vísir/GVA Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira