Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 11:25 Ísland enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Heimspressan sparar sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. Birtir hún jafnan mynd af forsætisráðherranum, Bjarna Benediktssyni, með fregnum sínum af málinu. Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira