Inga Sæland er klár í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 10:18 Bjarni horfir á forsætisráðuneytið renna sér úr greipum og nú er horft til arftaka. Inga Sæland hlýtur að teljast með þeim sem koma til álita sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. „Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira