Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:35 Óttarr Proppé og Bjarni Benediktsson ræddu saman á mánudag um meðmælin sem faðir forsætisráðherra veitti dæmdum barnaníðingi. Vísir/Anton Brink Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þó það hafi verið þungbært að slíta stjórnarsamstarfi sem hafi bakað honum og flokk hans töluverðar óvinsældir sé hann sammála ákvörðun stjórnarinnar. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að mati Bjartrar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Það hafi verið trúnaðarbrestur að mati flokksins. „Það að þessu væri haldið leyndu alveg fram á síðustu stundu,“ segir Óttarr í samtali við Ríkisútvarpið.Bjarni tilkynnti svo Óttarri og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, frá meðmælum föður síns síðastliðinn mánudag. Óttarr tekur í sama streng og Benedikt við Ríkisútvarpið og segir að forsætisráðherra hafi ekki skýrt frá því hvaða máli umrædd umsögn hefði tengst.Framtíðin óljós Hann, rétt eins og Benedikt, hafði frétt af því hvaða mál um var að ræða í kvöldfréttum í gærkvöldi. Vísir og kvöldfréttir Stöðvar 2 greindu fyrst miðla frá málinu. Óttarr segir að erfitt sé að spá til um framhaldið, ekki síst í ljósi þess hversu erfitt það var að ná starfhæfum meirihluta eftir kosningarnar síðasta haust. Hann segir að sér þyki það þungbært að ganga frá þessu samstarfi eftir að hafa lagt mikið af veði til að stofna þennan stjórnarmeirihluta - „sem eins og er vitað, var ekki vinsælt og hefur ekki verið vinsælt, en í þeirri trú að axla ábyrgð og vinna að verkum. En ég var sammála þessari ákvörðun stjórnarinnar,“ segir Óttarr Proppé við Ríkisútvarpið. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þó það hafi verið þungbært að slíta stjórnarsamstarfi sem hafi bakað honum og flokk hans töluverðar óvinsældir sé hann sammála ákvörðun stjórnarinnar. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að mati Bjartrar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Það hafi verið trúnaðarbrestur að mati flokksins. „Það að þessu væri haldið leyndu alveg fram á síðustu stundu,“ segir Óttarr í samtali við Ríkisútvarpið.Bjarni tilkynnti svo Óttarri og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, frá meðmælum föður síns síðastliðinn mánudag. Óttarr tekur í sama streng og Benedikt við Ríkisútvarpið og segir að forsætisráðherra hafi ekki skýrt frá því hvaða máli umrædd umsögn hefði tengst.Framtíðin óljós Hann, rétt eins og Benedikt, hafði frétt af því hvaða mál um var að ræða í kvöldfréttum í gærkvöldi. Vísir og kvöldfréttir Stöðvar 2 greindu fyrst miðla frá málinu. Óttarr segir að erfitt sé að spá til um framhaldið, ekki síst í ljósi þess hversu erfitt það var að ná starfhæfum meirihluta eftir kosningarnar síðasta haust. Hann segir að sér þyki það þungbært að ganga frá þessu samstarfi eftir að hafa lagt mikið af veði til að stofna þennan stjórnarmeirihluta - „sem eins og er vitað, var ekki vinsælt og hefur ekki verið vinsælt, en í þeirri trú að axla ábyrgð og vinna að verkum. En ég var sammála þessari ákvörðun stjórnarinnar,“ segir Óttarr Proppé við Ríkisútvarpið.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. 14. september 2017 22:01
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06