44 prósent fengu uppreist æru fyrr „af því sérstaklega stóð á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 15:34 Rober Downey hlaut uppreist æru í september í fyrra. Tæplega helmingur þeirra sem fengu uppreist æru undanfarin tuttugu ár fengu undanþágu frá meginreglu af því sérstaklega stóð á. Kompás Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin. Uppreist æru Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Robert Downey var einn fjórtán einstaklinga af 32 sem fengu uppreist æru þrátt fyrir að hafa sótt um uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá því að afplánun refsingar hans lauk. Um er að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að fimm ár þurfi að líða frá því afplánun lýkur. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins það sem vísað er á bug að fréttum þess efnis að Robert Downey hafi fengið sérmeðferð hjá ráðuneytinu. Heimild er í lögum til að veita uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun refsingar „þegar sérstaklega stendur á“. Fram hefur komið að Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum undir lögaldri. Hann hóf afplánun í febrúar 2009 og fékk reynslulausn tæpum tveimur árum síðar, í desember 2010. Þar sem dómur Roberts var þyngri en eitt ár átti hann að geta sótt um uppreist æru fimm árum eftir að refsing var að fullu úttekin. Hann sótti þó um uppreist æru í september árið 2014, fjórum árum eftir að hafa verið veitt reynslulausn, og fékk tveimur árum síðar. Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 32 hafi fengið uppreist æru frá árinu 1995 til dagsins í dag. Fjórtán þeirra hafi sótt um uppreist æru innan fimm ára rammans sem þó á aðeins að taka til greina þegar sérstaklega standi á. Hinir átján sóttu um uppreist æru eftir að fimm ára rammanum lauk. Dómsmálaráðuneytið ætlar að birta gögn allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995 með vísun í úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Roberts Downey. Jóhannes Tómasson ráðuneytisstjóri segir að gögnin verði birt á næstu dögum.Tilkynningin frá Stjórnarráðinu í heild Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál vill dómsmálaráðuneytið taka fram að samkvæmt áralangri stjórnsýsluvenju hefur uppreist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar þegar sérstaklega stendur á að veita uppreist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refsingar. Í máli því sem úrskurður nefndarinnar tók til var ekki um að ræða sérmeðferð á máli viðkomandi umsækjenda. Þvert á móti fékk mál hans sömu meðferð og önnur mál sambærileg mál undanfarna áratugi.Frá árunum 1995-2017 fengu 32 uppreist æru. Af þeim eru 14 sem fengu uppreist æru innan fimm ára eða 44%. Hinir, þ.e. 18 einstaklingar, sóttu um uppreist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refsinga. Engum var hafnað á grundvelli þess að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði um fimm árin.
Uppreist æru Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira