Sveinn Gestur neitar sök Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2017 10:45 Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00