Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 07:00 Leiðtogi Mjanmar mætti á allsherjarþingið í fyrra en ætlar að sitja hjá í ár. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira