Frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu á fáum mánuðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 09:00 Friðrik Már Baldursson, efnahagsráðgjafi GAMMA Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira