Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 18:45 Thomas huldi andlit sitt við skýrslutökur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi. Vísir/Anton Brink Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30