Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 16:08 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. hreggviður símonarson/landhelgisgæslan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“ Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“
Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36
Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42