Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 12:03 Þingnefndir skoða nú aðgerðir Rússa á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Vísir/Getty Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira