Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 12:03 Þingnefndir skoða nú aðgerðir Rússa á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Vísir/Getty Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira