Hvers vegna þurfum við að sofa? Lára Sigurðardóttir skrifar 28. september 2017 09:30 Lára Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, svarar spurningum lesenda. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið [email protected]. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvers vegna þurfum við að sofa? Svar: Í gegnum tíðina héldu menn að svefn væri til þess að slökkva á heilastarfseminni. Nú vitum við að heilinn er mjög virkur í svefni og svefn er afar mikilvægur heilsu. Samt hættir okkur til að fórna svefninum fyrir eitthvað minna mikilvægt. Svefn er áhugavert fyrirbæri. Salvador Dali var með þráhyggju fyrir sköpunarmætti svefns sem sést berlega í draumkenndum verkum hans og Richard Wagner var þekktur fyrir að nota svefn til að fá hugmyndir að óperum. Aðrir hafa keppst við að slá heimsmet í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir að hafa vakað í átta daga árið 1959 en betur fór fyrir Randy Garner sem árið 1967 var vakandi í ellefu daga. Á meðan keppnin stóð yfir sýndu þeir einkenni svefnskorts á háu stigi: athyglisbrest, einbeitingarleysi, minnisleysi, rugl, ofskynjanir og skapgerðarbreytingar. Þessi einkenni ganga oftast til baka en langvarandi svefntruflun hefur verið tengd fjölda sjúkdóma, andlegra og líkamlegra. Við framleiðum mest af vaxtarhormónum í djúpsvefni en þau eru ekki einungis mikilvæg börnum sem eru að vaxa heldur einnig fullorðnum því þau m.a. styrkja beinin, hjálpa til við endurnýjun líffæra og styrkja ónæmiskerfið. Dýr sem eru svipt svefni deyja á endanum úr fjöllíffærabilun. Síðan er draumsvefn mikilvægur fyrir minnið því án hans getum við ekki lært nýja hluti. Það er því gott að hafa nætursvefninn ofarlega á forgangslistanum og njóta þess að vakna vel úthvíldur á meðan maður getur því hæfileikinn til að sofa minnkar oft eftir því sem líður á ævina. Til viðmiðunar þurfum við fullorðna fólkið flest að sofa 7-8 tíma, unglingar 9-10 tíma og yngri skólabörn 11-12 tíma. Sofðu vel!Niðurstaða: Svefn þjónar mikilvægu hlutverki við vöxt, endurnýjun líffæra og er jafnframt nauðsynlegur til þess að við getum fest nýjan lærdóm í minni.Leiðrétting: Í Fréttablaðinu var pistillinn merktur Eddu Björk Þórðardóttur fyrir mistök. Það var Lára Sigurðardóttir sem skrifaði hann. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið [email protected]. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvers vegna þurfum við að sofa? Svar: Í gegnum tíðina héldu menn að svefn væri til þess að slökkva á heilastarfseminni. Nú vitum við að heilinn er mjög virkur í svefni og svefn er afar mikilvægur heilsu. Samt hættir okkur til að fórna svefninum fyrir eitthvað minna mikilvægt. Svefn er áhugavert fyrirbæri. Salvador Dali var með þráhyggju fyrir sköpunarmætti svefns sem sést berlega í draumkenndum verkum hans og Richard Wagner var þekktur fyrir að nota svefn til að fá hugmyndir að óperum. Aðrir hafa keppst við að slá heimsmet í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir að hafa vakað í átta daga árið 1959 en betur fór fyrir Randy Garner sem árið 1967 var vakandi í ellefu daga. Á meðan keppnin stóð yfir sýndu þeir einkenni svefnskorts á háu stigi: athyglisbrest, einbeitingarleysi, minnisleysi, rugl, ofskynjanir og skapgerðarbreytingar. Þessi einkenni ganga oftast til baka en langvarandi svefntruflun hefur verið tengd fjölda sjúkdóma, andlegra og líkamlegra. Við framleiðum mest af vaxtarhormónum í djúpsvefni en þau eru ekki einungis mikilvæg börnum sem eru að vaxa heldur einnig fullorðnum því þau m.a. styrkja beinin, hjálpa til við endurnýjun líffæra og styrkja ónæmiskerfið. Dýr sem eru svipt svefni deyja á endanum úr fjöllíffærabilun. Síðan er draumsvefn mikilvægur fyrir minnið því án hans getum við ekki lært nýja hluti. Það er því gott að hafa nætursvefninn ofarlega á forgangslistanum og njóta þess að vakna vel úthvíldur á meðan maður getur því hæfileikinn til að sofa minnkar oft eftir því sem líður á ævina. Til viðmiðunar þurfum við fullorðna fólkið flest að sofa 7-8 tíma, unglingar 9-10 tíma og yngri skólabörn 11-12 tíma. Sofðu vel!Niðurstaða: Svefn þjónar mikilvægu hlutverki við vöxt, endurnýjun líffæra og er jafnframt nauðsynlegur til þess að við getum fest nýjan lærdóm í minni.Leiðrétting: Í Fréttablaðinu var pistillinn merktur Eddu Björk Þórðardóttur fyrir mistök. Það var Lára Sigurðardóttir sem skrifaði hann.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira