3.000 hestafla Nissan GT-R slær kvartmíluheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 15:47 Nissan GT-R bíllinn tilbúinn til átaka í Oregon. Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent