Góð bílasala í Evrópu í ár Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 14:08 Bílaumferð í Róm, en á Ítalíu var vöxtur í bílasölu 16% í ágúst. Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent