Ætla að byggja geimstöð á braut um tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2017 15:30 Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. NASA Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það. Vísindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það.
Vísindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira