Verbúðalífið var bæði brjálað og dásamlegt Guðný Hrönn skrifar 25. september 2017 10:30 Í bókinni Hreistur fjallar Bubbi meðal annars um lífið og tilveruna í verbúðum . VÍSIR/ANTON BRINK „Í raun er ég búinn að vera að yrkja þessa bók í 40 ár. Ég er af seinustu kynslóð manna og kvenna sem ferðuðust um Ísland í margar aldir, úr verstöð í verstöð, til að vinna í fiski. Í dag er þessi heimur horfinn og margt fólk veit ekki að þetta hafi verið til. Og kannski er ég að reisa einhvers konar minnisvarða um þennan heim – um fólkið sem lifði þennan heim,“ segir Bubbi Morthens spurður út í ljóðabók sína Hreistur sem fjallar að miklu leyti um verbúðalífið. „Þessi ljóðabók inniheldur brot frá þessum tíma sem ég lifði sem farandverkamaður og sjómaður sem ferðaðist úr þorpi í þorp.“ Bubbi byrjaði ungur að vinna í fiski sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég er líka að segja ákveðna þroskasögu. Ég er ekki nema 16 ára þegar ég er kominn vestur á firði, og er farinn að búa á verbúð innan um fullorðið fólk. Og þegar maður er 16 ára þá er maður bara lítill strákur, maður saknar mömmu og allt það. En maður er kominn inn í heim sem er mjög hrár og harður. Og ég lifi þessu lífi þangað til ég geri Ísbjarnarblús og gerist atvinnumaður í tónlist.“ Bubbi kveðst vera óendanlega þakklátur fyrir þessa upplifun þó að hún hafi verið krefjandi.„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki upplifað þetta. En ég meina, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að horfa upp á nauðgun, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að slást á böllum dauðadrukknir og allt þetta.“ „En þetta var partur af þessum heimi. Þegar maður er kominn upp á verbúð, þar sem 56 manneskjur eru saman komnar þá ægir öllu saman. Svo um helgar, ef það var ekki unnið, þá fór helmingurinn á glórulaust fyllerí. Þetta var bara brjálæði. En engu að síður var þetta dásamlegt og fallegt.“ Ungt fólk tengir við ljóðformiðBubbi segist hafa fengið góðar viðtökur við ljóðabókinni og fólk á öllum aldri hefur sýnt henni áhuga. „Ég var að spila á tónleikum í fyrradag og las upp úr bókinni á milli laga. Og fólk á aldrinum 20-30 ára var í meirihluta þeirra sem keyptu bókina, það finnst mér alveg geggjað.“ Spurður út í hvernig ljóðaupplesturinn og tónlistin fari saman á tónleikum segir Bubbi: „Þetta er bara eins og ástfangin maður og kona um nótt.“ Bubbi verður var við að ungt fólk eigi auðvelt við að tengja við ljóðformið. „Ég held að ljóð eigi greiðan aðgang að unga fólkinu í dag, vegna þess að það þekkir þetta knappa form sem einkennir ljóð. Þetta er eins og Twitter, Snapchat og Instagram, þetta eru allt gríðarlega knöpp form. Þú þarft í raun að samanþjappa löngu máli í nokkur orð. Og þetta þekkja þau vel.“ Bubbi er sjálfur virkur á samfélagsmiðlum og hefur öðlast nýjan aðdáendahóp í gegnum það form. „Margir af mínum fylgjendum á samfélagsmiðlum eru krakkar. Um daginn hitti ég ungt par sem var að kaupa af mér ljóðabókina. Og þau sögðu mér að þau hefðu byrjað að fylgja mér á Twitter og Snapchat og svo síðar uppgötvað að ég væri tónlistarmaður, það er alveg dásamlegt,“ segir hann og hlær. Bókmenntir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Í raun er ég búinn að vera að yrkja þessa bók í 40 ár. Ég er af seinustu kynslóð manna og kvenna sem ferðuðust um Ísland í margar aldir, úr verstöð í verstöð, til að vinna í fiski. Í dag er þessi heimur horfinn og margt fólk veit ekki að þetta hafi verið til. Og kannski er ég að reisa einhvers konar minnisvarða um þennan heim – um fólkið sem lifði þennan heim,“ segir Bubbi Morthens spurður út í ljóðabók sína Hreistur sem fjallar að miklu leyti um verbúðalífið. „Þessi ljóðabók inniheldur brot frá þessum tíma sem ég lifði sem farandverkamaður og sjómaður sem ferðaðist úr þorpi í þorp.“ Bubbi byrjaði ungur að vinna í fiski sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég er líka að segja ákveðna þroskasögu. Ég er ekki nema 16 ára þegar ég er kominn vestur á firði, og er farinn að búa á verbúð innan um fullorðið fólk. Og þegar maður er 16 ára þá er maður bara lítill strákur, maður saknar mömmu og allt það. En maður er kominn inn í heim sem er mjög hrár og harður. Og ég lifi þessu lífi þangað til ég geri Ísbjarnarblús og gerist atvinnumaður í tónlist.“ Bubbi kveðst vera óendanlega þakklátur fyrir þessa upplifun þó að hún hafi verið krefjandi.„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki upplifað þetta. En ég meina, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að horfa upp á nauðgun, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að slást á böllum dauðadrukknir og allt þetta.“ „En þetta var partur af þessum heimi. Þegar maður er kominn upp á verbúð, þar sem 56 manneskjur eru saman komnar þá ægir öllu saman. Svo um helgar, ef það var ekki unnið, þá fór helmingurinn á glórulaust fyllerí. Þetta var bara brjálæði. En engu að síður var þetta dásamlegt og fallegt.“ Ungt fólk tengir við ljóðformiðBubbi segist hafa fengið góðar viðtökur við ljóðabókinni og fólk á öllum aldri hefur sýnt henni áhuga. „Ég var að spila á tónleikum í fyrradag og las upp úr bókinni á milli laga. Og fólk á aldrinum 20-30 ára var í meirihluta þeirra sem keyptu bókina, það finnst mér alveg geggjað.“ Spurður út í hvernig ljóðaupplesturinn og tónlistin fari saman á tónleikum segir Bubbi: „Þetta er bara eins og ástfangin maður og kona um nótt.“ Bubbi verður var við að ungt fólk eigi auðvelt við að tengja við ljóðformið. „Ég held að ljóð eigi greiðan aðgang að unga fólkinu í dag, vegna þess að það þekkir þetta knappa form sem einkennir ljóð. Þetta er eins og Twitter, Snapchat og Instagram, þetta eru allt gríðarlega knöpp form. Þú þarft í raun að samanþjappa löngu máli í nokkur orð. Og þetta þekkja þau vel.“ Bubbi er sjálfur virkur á samfélagsmiðlum og hefur öðlast nýjan aðdáendahóp í gegnum það form. „Margir af mínum fylgjendum á samfélagsmiðlum eru krakkar. Um daginn hitti ég ungt par sem var að kaupa af mér ljóðabókina. Og þau sögðu mér að þau hefðu byrjað að fylgja mér á Twitter og Snapchat og svo síðar uppgötvað að ég væri tónlistarmaður, það er alveg dásamlegt,“ segir hann og hlær.
Bókmenntir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira