Stundar hugleiðslu og jóga en fær útrás á racernum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. september 2017 10:00 Sóley Stefánsdóttir jógakennari fær útrás á racer-hjóli. Vísir/Stefán Sóley Stefánsdóttir stundar jóga og hugleiðslu milli þess sem hún þeysist um á racer. Hún segir hugarró jógafræðanna fara vel með útrásinni sem hún fær á hjólinu. „Það er eitthvað æðislegt við að þjóta áfram á racer. Ég hef lengi notað hjól til að fara á milli staða frekar en bílinn en síðasta vor fór ég að hjóla sem sport og skellti mér á racer-hjól hjá Emil í Kríunni. Nú á racerinn hug minn allan og ég hef losað mig við gamla fjallahjólið. Ég gæti vel hugsað mér að eiga fimm hjól en nægjusemi er dyggð,“ segir Sóley, sem er grafískur hönnuður og jógakennari. Milli þess sem hún geysist um hjólastígana stundar hún hugleiðslu og jóga. Hraðinn og útrásin sem einkenna hjólreiðarnar fari merkilega vel með hugarrónni sem fylgi jóganu. „Jógað veitir styrk, lipurð, fókus og hugarró og hjólið veitir úthald og útrás – eiginleikar hvors fyrir sig nýtast í hinu,“ segir Sóley.Sóley vaknar fyrir sex og geri svo jóga til rúmlega hálfátta. Maðurinn hennar tekur þátt.Vísir/Stefán„Það er langt síðan ég byrjaði að stunda jóga af og til en ég féll virkilega fyrir því árið 2011 þegar ég fór í Kundalini-jóga hjá Guðrúnu Darshan í Andartaki. Jóga þýðir „eining“ og snýst um að tengja huga, líkama og sál og sú nálgun heillar mig og nærir. Þetta er ekki bara líkamsrækt heldur lífsrækt,“ segir hún og lýsir morgunrútínunni á heimilinu. „Ég vakna sirka korter fyrir sex, geri jógateygjurútínu í rúminu áður en ég fer fram úr, bursta og hreinsa tunguna – drekk ½-1 lítra af volgu vatni, hreinsa nefið með volgu vatni og geri svo jóga til rúmlega hálfátta. Fer þá í kalda sturtu og svo í morgunmat. Ég er svo heppin að maðurinn minn er líka jógafrík svo við gerum þetta saman og ýtum á hvort annað. Við fórum til Indlands í mars á dásamlegan stað þar sem Ayurveda-meðferð og jóga er stundað. Þar byrjaði morgunninn kl. 5.30 með Pooja helgiathöfn og svo jógatíma kl. 6. Þegar við komum heim ákváðum við að halda þessari rútínu og það hefur tekist nokkuð vel hingað til. Stóra áskorunin er að fara að sofa á kvöldin þar sem við erum bæði B-týpur,“ segir Sóley. „Ég kláraði kennaranámið hjá Guðrúnu Darshan í Andartaki árið 2014 og hef kennt þar af og til. Í vetur mun ég sjá um hádegistímana á þriðjudögum og fimmtudögum í Kramhúsinu, sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum. Þar er svo litríkt og fallegt og mjög góður andi. Það er kjörið að nota hádegið í endurnæringu,“ segir Sóley. Sjálf sitji hún fyrir framan tölvu stóran hluta dags og finni stundum fyrir því. „Leiðin til að halda bakverkjum í skefjum og forminu góðu er hreyfing. Það passar mér vel að blanda saman hjólreiðum, sundi og hlaupum og svo fer ég af og til í fjallgöngur,“ segir hún. Þá passi hún einnig vel upp á mataræðið og vandi morgunmatinn sérstaklega. „Ég er svo „heppin“ að að glíma við alls konar óþolsviðbrögð svo það er langt síðan ég þurfti að hreinsa mataræðið og taka út sykur, ger, hveiti og unnar matvörur að mestu. Uppáhaldsgrauturinn minn núna er soðinn úr jafnri blöndu af hirsi-, kínóa-, bókhveiti- og haframjöli, tveimur döðlum, smá bút af 100% súkkulaði og smá Himalajasalti. Oft set ég eplabita út í líka. Best þegar til er heimalöguð möndlumjólk út á. Ég er upptekin af hollustu og geri mitt besta til að borða gott fæði. Ég er líka upptekin af því að matarframleiðsla fari vel með jörðina,“ segir Sóley.Freistingin? „Gott rauðvínsglas.“Racer-hjól Sóleyjar. Hún segir æðislegt að þjóta áfram á því. "Ég gæti vel hugsað mér að eiga fimm hjól en nægjusemi er dyggð," Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir stundar jóga og hugleiðslu milli þess sem hún þeysist um á racer. Hún segir hugarró jógafræðanna fara vel með útrásinni sem hún fær á hjólinu. „Það er eitthvað æðislegt við að þjóta áfram á racer. Ég hef lengi notað hjól til að fara á milli staða frekar en bílinn en síðasta vor fór ég að hjóla sem sport og skellti mér á racer-hjól hjá Emil í Kríunni. Nú á racerinn hug minn allan og ég hef losað mig við gamla fjallahjólið. Ég gæti vel hugsað mér að eiga fimm hjól en nægjusemi er dyggð,“ segir Sóley, sem er grafískur hönnuður og jógakennari. Milli þess sem hún geysist um hjólastígana stundar hún hugleiðslu og jóga. Hraðinn og útrásin sem einkenna hjólreiðarnar fari merkilega vel með hugarrónni sem fylgi jóganu. „Jógað veitir styrk, lipurð, fókus og hugarró og hjólið veitir úthald og útrás – eiginleikar hvors fyrir sig nýtast í hinu,“ segir Sóley.Sóley vaknar fyrir sex og geri svo jóga til rúmlega hálfátta. Maðurinn hennar tekur þátt.Vísir/Stefán„Það er langt síðan ég byrjaði að stunda jóga af og til en ég féll virkilega fyrir því árið 2011 þegar ég fór í Kundalini-jóga hjá Guðrúnu Darshan í Andartaki. Jóga þýðir „eining“ og snýst um að tengja huga, líkama og sál og sú nálgun heillar mig og nærir. Þetta er ekki bara líkamsrækt heldur lífsrækt,“ segir hún og lýsir morgunrútínunni á heimilinu. „Ég vakna sirka korter fyrir sex, geri jógateygjurútínu í rúminu áður en ég fer fram úr, bursta og hreinsa tunguna – drekk ½-1 lítra af volgu vatni, hreinsa nefið með volgu vatni og geri svo jóga til rúmlega hálfátta. Fer þá í kalda sturtu og svo í morgunmat. Ég er svo heppin að maðurinn minn er líka jógafrík svo við gerum þetta saman og ýtum á hvort annað. Við fórum til Indlands í mars á dásamlegan stað þar sem Ayurveda-meðferð og jóga er stundað. Þar byrjaði morgunninn kl. 5.30 með Pooja helgiathöfn og svo jógatíma kl. 6. Þegar við komum heim ákváðum við að halda þessari rútínu og það hefur tekist nokkuð vel hingað til. Stóra áskorunin er að fara að sofa á kvöldin þar sem við erum bæði B-týpur,“ segir Sóley. „Ég kláraði kennaranámið hjá Guðrúnu Darshan í Andartaki árið 2014 og hef kennt þar af og til. Í vetur mun ég sjá um hádegistímana á þriðjudögum og fimmtudögum í Kramhúsinu, sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum. Þar er svo litríkt og fallegt og mjög góður andi. Það er kjörið að nota hádegið í endurnæringu,“ segir Sóley. Sjálf sitji hún fyrir framan tölvu stóran hluta dags og finni stundum fyrir því. „Leiðin til að halda bakverkjum í skefjum og forminu góðu er hreyfing. Það passar mér vel að blanda saman hjólreiðum, sundi og hlaupum og svo fer ég af og til í fjallgöngur,“ segir hún. Þá passi hún einnig vel upp á mataræðið og vandi morgunmatinn sérstaklega. „Ég er svo „heppin“ að að glíma við alls konar óþolsviðbrögð svo það er langt síðan ég þurfti að hreinsa mataræðið og taka út sykur, ger, hveiti og unnar matvörur að mestu. Uppáhaldsgrauturinn minn núna er soðinn úr jafnri blöndu af hirsi-, kínóa-, bókhveiti- og haframjöli, tveimur döðlum, smá bút af 100% súkkulaði og smá Himalajasalti. Oft set ég eplabita út í líka. Best þegar til er heimalöguð möndlumjólk út á. Ég er upptekin af hollustu og geri mitt besta til að borða gott fæði. Ég er líka upptekin af því að matarframleiðsla fari vel með jörðina,“ segir Sóley.Freistingin? „Gott rauðvínsglas.“Racer-hjól Sóleyjar. Hún segir æðislegt að þjóta áfram á því. "Ég gæti vel hugsað mér að eiga fimm hjól en nægjusemi er dyggð,"
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira